mánudagur, ágúst 15, 2005

Karlmennska.

Nú er tími játninga (viðkvæmir haldi fyrir augun). Í óbyggðaferðum bæra á sér ýmsar kenndir sem giftri konu væri sæmst að bæla. En...hér er listi yfir það sem mér finnst karlmannlegt:

1. Sterklegir (og berir) kálfavöðvar upp úr gönguskóm, helst vel hærðir.
2. Skeggbroddar.
3. Karlar sem keyra á öflugum jeppum út í beljandi stórfljót (úúúaaaahhh-þessi er bara killer).
4. Karlmenn sem sýna börnum umhyggju án þess að gera sér upp gervilegt "barnafas".
5. Karlmenn sem horfa í augun á manni á alveg sérstakan hátt.

Og nú langar mig í fyrsta sinn á ævinni í jeppa. Grái fiðringurinn? Erfitt að segja.

Engin ummæli: