miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Ætla ekki...

í göngu um helgina. Ætla að vera heima og gera sem minnst. Kannski ég drekki mig fulla og fari á bar og pikki upp einhverja karluglu. Æ, mér líður bara þannig.

Var að keyra áðan í myrku skapi er ég sá 3-4 ára gutta í megaflottum súperman búningi standa kotroskinn á gangstétt. Hann var ljóshærður og andlitið litla var svo uppfullt af gleði og prakkaraskap að ég brosti til hans og veifaði. Við það tókst hann næstum á flug af gleði, enda flaksaði rauða skikkjan kröftuglega í köldum norðanvindinum. Þetta bætti obbulítið verkinn í hjartanu mínu. Af hverju hættum við að gera það sem okkur langar til þegar við verðum fullorðin?

Engin ummæli: