nýja vinnukonu. Hún er þénug, hljóðlát, vaskar upp og möglar ei. Fyrirmyndar uppþvottavél.
Í gær fór ég í vorferð með vinnufélögum mínum. Vinn með hreint ótrúlega skemmtilegu fólki og ekki hægt að láta sér leiðast með því. Gamalt þúfnagöngulag tók sig upp í kargaþýfi og mýri. Vakti upp í mér tröllskessuna, sem aldrei sefur fast þegar ég fer út í náttúruna - hlæ framan í vindinn, arka stórstíg og finnst ég geta allt. Náttúran er máttug og gerir stundum lítið úr okkur krílunum en hún gefur okkur líka kraft, þor og seiglu. Náttúran er undursamleg. Þeir sem hafa látið malbika í sér sálina komast kannski hratt en hvert eru þeir að fara? Held að lífið snúist frekar um njóta ferðalagsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli