laugardagur, maí 21, 2005

Það var alveg frábær..

þáttur á Rás 1 í morgun, afar fróðlegur. Þátturinn hét "það er leikur að ...lesa". Margt spaklegt þar á ferð (þið getið heyrt hann á netinu).

Hélt með Ísrael í Júróvisjón. Fannst stúlkan sú syngja fádæma vel, vera geðug og barmafull af list. Aðrir í fjölskyldunni héldu með Noregi. Fannst Grikkland ekkert með sérstakt lag - hef greinilega ekki rétt vit á mússíkk. Amman frá Moldóvíu var næst sætust í keppninni og lagið sem ég fékk á heilann var frá Rúmeníu (let me try, let me try..).

Þá vitið þið það og segið svo bara að ég segi ykkur aldrei neitt merkilegt.

Engin ummæli: