og fermingaraldurinn, hmmm...veit ekki alveg hversu góð fjárfesting jakkaföt á fermingardreng megi teljast. Ein sölukonan reyndi að pranga inn á mig jakkafötum sem kostuðu á fimmta tuginn, m.a. með því að benda á að þau væru "úr svo sterku og góðu efni". Held nú að flestir fermingardrengir vaxi svo hratt upp úr sínum jakkafötum að þau endist varla út vikuna.
Mæli með myndinni Hitchhiker´s guide to the Galaxy. Fórum í gærkvöldi með drengina í Háskólabíó - skemmtum okkur öll konunglega enda stendur myndin vel undir væntingum. Verð að fá að nöldra aðeins yfir bíógestum sem tala rosalega hátt, eins og allir í húsinu þurfi að ná hverju einasta orði. Og fólk sem svarar hátt og snjallt í farsímann sinn, í miðri mynd, er nú bara ekki í lagi. Af hverju haga sumir sér eins og fávitar?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli