mánudagur, maí 30, 2005
Ég er ekki að segja..
að við höfum gengið of langt í "þrifnaðaráætlun ferming", en... Í vinnunni í morgun blikkaði félagsráðgjafinn mig (ekki efnafræðingurinn, heldur góðleg kona á sextugsaldri) og dró mig afsíðis. "Ég er með stöffið", sagði hún, og rétti mér eiturgrænan dunk sem gutlaði í. Þegar ég kom heim, með fiðring í maganum, bar ég efnið á baðkerið, sem er í ýmsum litatónum eftir langa og dygga þjónustu. Eftir örskamma stund þurftum við að grípa til "viðbúnaðarstigs appelsínugulur" sem felst í því að allir flýja heimilið, hratt og fumlaust í einbreiðri röð. Dverghamstur og stofublóm urðu eftir (þetta var svokölluð forgangsröð). Núna, sem ég skrifa þetta, eru allar dyr og allir gluggar upp á gátt og ég þori varla að gá hvort baðkerið er enn á sínum stað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli