oft blogg hjá gamalmenni sem gengur undir mörgum nöfnum, þ.m.t. "vísnaglaði vinnufélaginn". Hann er dularfull persóna, eða persónur, skyldi maður segja. Vinnufélagi þessi er haldinn sjaldgæfri persónuröskun sem nefnist "multiple personality disorder" (skv. áreiðanlegri greiningu löggilts talmeinafræðings). Röskun þessi brýst fram í ritstörfum mannsins og er á tíðum sérkennilegt að lesa hugverk hans. Þau eru gríðarmikil að umfangi (enda í raun margir höfundar sem stýra þessum líffræðilega tíu fingrum) og margvísleg að innihaldi, en það stafar af því að hann er margbrotinn persónuleiki. Ein persóna hans, og sú geðþekkasta verð ég að segja, heitir Skammkell. Skammkell er notaleg týpa, en það virðist fara eitthvað í taugarnar á nokkrum hinna karakteranna sem í manninum búa (trúlega öfund). Ég tek því hér upp hanskann fyrir Skammkel og bið hann vel að lifa. Hann er velkominn með sinn fagurgala á mitt blogg.
Einlægni er ofmetin
uni best við hrós
skilur þetta Skammkellinn
skjallar hverja drós.
Síðan set ég hér inn tilvitnun fyrir son minn, hinn viðkvæma frímerkjasafnara, píanóleikara, skákmeistara og fyrrum skylmingamann, Matthías. Það þarf varla að taka fram að fyrirmynd okkar beggja í lífinu er Clint Eastwood i gervi hins ofursvala Dirty Harry:
I know what you're thinking, punk. You're thinking, did he fire six shots or only five? Well to tell you the truth, I forgot myself in all this excitement. But being as this is a .44 Magnum, the most powerful handgun in the world and will blow your head clean off, you've got to ask yourself a question: do I feel lucky? Well do ya, punk?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli