föstudagur, maí 20, 2005

Hrmphff...

spæling. Þið vitið alveg hvað ég er að tala um. Örugglega rauða náttgallanum að kenna.

Sumt fólk er yndislegra en annað. Var að tala við samverkamann minn í rannsókn einni ágætri sem fjallar um lestrarvenjur fullorðins fólks. Kom til hans tætt og með heilan herðakistil fullan af samviskubiti og annarri lífsins steypu. Samverkamaður minn losaði gætilega hvert lagið af öðru utan af mér (andleg lög skiljiði, ekki fá neinar hugmyndir) og eftir klukkutíma fund með honum var ég næstum laus við herðakistilinn. Mister G. er bara dásamlegur maður - það mætti jafnvel ganga svo langt að segja að hann hafi kvenmannsvit, svei mér þá.

Engin ummæli: