fékk ég á kaffistofunni í dag þegar ég reifaði misheppnaðar tilraunir mínar um helgina við að ná stálvaski hreinum og glansandi. Samstarfsfólk mitt er fádæma ráðagott og leysir hvers manns vanda. Félagsráðgjafinn breyttist í efnafræðing á svipstundu og taldi upp ótal efni til að pússa stál þannig að það glitraði sem demantur á eftir. Efni þau sem hann nefndi eru til á hverju heimili. Ekki kæmi mér á óvart þótt félagsráðgjafi þessi gæti búið til sprengju úr púðursykri, kertavaxi og gúmmíhanska.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli