mánudagur, janúar 12, 2009

Stjórn og mál, hagur og fræði

Borgarafundurinn var sossum ágætur. Við sátum í miðri kös leðurklæddra og helmassaðra orgara (sem voru á orgarafundi) þannig að erfitt var að dotta undir fyrirlestrunum.

Robert Wade var skeleggur ræðumaður, og skemmtilegt hvernig hann bar nafn Péturs Blöndal fram, Petur Blunder. Í máli Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðings komu fram ýmsar upplýsingar um (meint) ámælisverð vinnubrögð heilbrigðisráðherra. Getur annars einhver útskýrt fyrir mér þennan margtuggna mun á "einkarekstri" og "einkavæðingu" í heilbrigðiskerfinu? Ef einkarekstur er svona gráupplagður, væri þá ekki ráð að "einkareka" t.d. lögreglu og tollgæslu líka?

Þótt ég skilji ekki hvað einkarekstur er miklu sniðugri en einkavæðing er ég samt búin að læra allt of mörg hagfræðileg hugtök gegn vilja mínum. Fne.

Engin ummæli: