þriðjudagur, janúar 06, 2009

Hverjum iðrin hafna

Mörg fyrirbæri sem áður flutu sakleysislega hjá vitund minni vekja mér nú sterkan viðbjóð. Má þar nefna orð eins og víkingar, útrás, markaðurinn, Æseif, banki, greiningardeild, verð og bólga.

Það sama gildir um tiltekna menn. Innyflin í mér þola fáa aðalleikara dýrustu sýningar sem sett hefur verið upp fyrir íslenskan almenning. Og þetta er ekki að persónugera vandann, heldur að líkamsgera hann. Líkami minn reynir bókstaflega að losa sig við slétta ásjónu Bjarna Á, truflað glott Davíðs, frosin augu Jóns Ásgeirs, geðluðruviprur Geirs, hrokasvip Ingibjargar, veiklyndisbrag Árna Matt, spillt Rómarkeisarayfirbragð Björgólfsfeðga. Svo fátt eitt sé nefnt.

Fjandakornið ég þoli ekki einu sinni teinótt dýr lengur.

Engin ummæli: