föstudagur, janúar 02, 2009

Skilettekki

Á hverju eru þeir eiginlega sem litmerkja myndir í Rúv? Í gær var einhver Bourneþvæluspennumynd, rauðmerkt. Hún var ekki ljótari fyrir börn en meðal blettahreinsunarauglýsing. Núna er gulmerkt mynd í sjónvarpinu, algjörlega hryllilega viðbjóðslega ógeðsleg og heitir White Noise vibbasjó. Hún ætti að vera bönnuð innan 116 ára.

Hata myndir um drauga, geðveiki og ofbeldi (og trúða). Ég vil ævintýramyndir um bleika smáhesta, blá ský, gulan rabbabara og forvitin bollapör.

Engin ummæli: