laugardagur, janúar 17, 2009

Eigum við að halda áfram að nenna þessu?

Ég hef sáralítið að segja. Fregnir af áframhaldandi umsvifum auðmanna í skjóli linkulegra reglna
gera ekki mikið til að auka manni bjartsýni. Helvítis glæpamennska, segi ég. Ekki lyftist geð mitt heldur við fregnir af fasískum tilburðum löggæslunnar, sjá hér og hér, en ég í fávisku minni hef alltaf litið á lögregluna jákvæðum augum, alltaf talið hana vera mér og öðrum heiðarlegum borgurum þessa lands til aðstoðar.

Lögregluþjónn, hverjum þjónar þú?

Ég heimsótti eitt sinn safn sem fékk hárin til að rísa á höfði mér af óhugnaði. Það var Stasi-safnið í Leipzig.

Engin ummæli: