sunnudagur, janúar 25, 2009

Glópar, vitar og vorið

Í gær á Austurvelli og í dag í þessu yndislega veðri hef ég fundið fyrir von og gleði. Nú veit ég að það kemur vor og ég hlakka til að ganga á fjöll. Fátt veit ég skemmtilegra. Á fjöllum skiptir engu máli hvað ráðherrar heita. Mosa og skófum er slétt sama um fútsí og fjármálaeftirlit.
Sáum tvær konur rétt ná að krafla sig í land áður en féll að við Gróttu. Hvað ætli verði um strandaglópa þarna?
*Dæs* hvað ég á massa sætan og góðan kall. Munar um minna.

Vegna fjölda áskorana kemur hér stjórnmálainnlegg baunar: Komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja*, mér og minni þjóð að meinalausu.

*og allir þeir sem reknir verða

Engin ummæli: