fimmtudagur, janúar 29, 2009

Ekki vegan þessi baun

Á morgun fæ ég svið með rófustöppu. Líka flatbrauð, hangiket og eitthvert súrmeti. Þegar ég var lítil fékk ég einn dag á ári að ákveða hvað yrði í matinn á heimilinu og valdi ég ýmist þorramat eða kjúkling. Oftar kjúkling, því kjúklingur var exótískur matur þegar ég var barn og mér fannst hann ævintýralega góður.

Allt er svo fallegt þegar fönnin leggst yfir, mjúk og hvít. Meira að segja hálfbyggð hús eru næstum því óljót í dag.

Engin ummæli: