miðvikudagur, janúar 21, 2009

Loksins fræg í útlöndum

Heima í dag með pestarkranga, sem betur fer er óralangt síðan það hefur gerst. Hjalti minn fékk háan hita og er grútslappur. Svei mér ef mamma gamla er ekki betri en enginn þegar maður er svona lasinn.

Rakst á þessa tilvitnun hjá dóttur minni, úr frétt á mbl: "Þannig má víða sjá að Ísland er viðmiðið þegar ekki verður neðar komist." Hljótum að geta reddað málunum með því að efla löggæslu um allan helming svo valdstjórnin fái frið til að vinna.

Engin ummæli: