mánudagur, janúar 19, 2009

Grænsóknarflokkurinn

Hvað er líkt með Framsóknarflokknum og Bandaríkjunum? Ekki spyrja mig. En ég kætist yfir nýjum sópum.

Framsóknarflokkurinn er eitthvert púkalegasta apparat í heimi, grænmyglaður með hagsmunapotsfjósafýlu langar leiðir. En, það verður gaman að fylgjast með Sigmundi Davíð, hann er eldklár, með húmorinn í lagi og nennir vonandi ekki landlægu rugli og kjaftæði. Þótt fyrr frjósi í helvíti en að ég kjósi Framsókn er kosning Sigmundar gleðileg á einhvern hátt.

Er í glimrandi skapi í dag, fór í klippingu og keypti mér svo pæjulegan jakka að ég varð feimin við konuna í speglinum. Ójá.

Engin ummæli: