laugardagur, janúar 24, 2009

Lýðurinn þéttur á Velli

Það var pakkað á Austurvelli og stórgóð stemning. Fínar ræður, sérstaklega sú sem Guðmundur Andri Thorsson flutti, að öðrum ólöstuðum.

Eftir ræðuhöldin söng svakafínn kór ættjarðarlög. Þar sá ég Huga og Hildigunni þenja raddböndin, en það var svo mikill troðningur að ég komst ekki almennilega að til að taka myndir.
Ekki kann ég skýringu á þessum bláa belg sem hékk í gálga gegnt Alþingishúsinu.
Lalli pósaði fyrir mig og JóJó söng Lælælæ...lælælælælælælæ...lælælæ..lælælælælælælælæææælæ...
Aldrei hef ég keypt mér knús. En ég græddi sumsé eitt slíkt hjá þessum hlýlega unga pilti.

Eftir fundinn bauð mamma byltingarsinni mér upp á vöfflur og kaffi á Amokka og það var harla gott.

Engin ummæli: