þriðjudagur, september 09, 2008

Yrkjum fernuljóð áður en það verður of seint

Get ekki látið það spyrjast um mig að farast með heiminum á morgun án þess að vera búin að yrkja fernuljóð.

Hvað er að vera ég?
að vera ég er að hafa fæðst undir appelsínugulu þaki
og mamma sparkaði í lakið

að vera ég er stundum kandís
og stundum ódrekkandi viðbjóður sem heitir égermæster

að vera ég er upplifun miðaldra konu
með laglega beinagrind

að vera ég
er brothættur kúpull gamallar krónu
í fúnkísstíl

að vera ég er spurning
um öreindir
og gott kaffi

Elísabet frá Kirkjuteig, 47 ára
Grunnskóla Sleifarhrepps, sérdeild

Engin ummæli: