mánudagur, september 15, 2008

Ró og reiði

Ég öfunda svo fólk sem heldur alltaf ró sinni.
Nei, í raun og veru ekki. En ég öfunda fólk sem heldur haus í erfiðum aðstæðum. Þegar ég verð reið puðrast eitthvað samhengislaust og bjánalegt út úr mér og svo, klukkan allt of andskoti seint, fyllist höfuð mitt af smellnum tilsvörum sem hefðu rústað andstæðingnum. Orðheppni ágæt, tímasetning vonlaus.

En sumt getur maður hvort eð er ekki talað í betra horf, jafnvel þótt maður tali sig bláan í framan.

Engin ummæli: