föstudagur, september 26, 2008

Berlúskóní-effektinn dillar sér í gulum kjólum

Dóttirin segir að allir fésbókarar hafi þekkt myndgaldurinn sem ég notaði til að gera síðustu færslu unaðsfagra og áhugaverða, en ég sá forritið í fyrsta skipti í gær og fannst það svaka sniðugt. Ásta sagði enn fremur að Facebook væri skemmtilegt apparat og sýndi mér ýmsa gáfumannaklúbba þar. Kristín hefur núð mér upp úr afdalamennsku minni, sem birtist í því að ég er hvorki með síðu á téðri fésbók, né hef ég horft á einn einasta Friendsþátt. Veit ekkert um Jóí, Spóí og Bimbí, eða hvað þessir blessuðu vinir heita nú allir saman.

Horfði á málbeinið brillera í Útsvari. Finnst Útsvar skemmtilegur þáttur, já, pottþétt lúðalegt, ég veit. En er þátturinn Síngíngbí sem nú rúllar á Skjá einum smart? Það þykir mér ekki, og þá er kannski von til þess að hann sé hipp og kúl.

Kær kveðja úr sveitinni.

Engin ummæli: