sunnudagur, september 07, 2008

Lostaskessur og vagnar frá Venus

Þó að ég hafi oft borðað skessujurt, hafði ég ekki lesið mér almennilega til um þessa ágætu plöntu. Vissi bara að mér fannst hún góð og vonaði þar af leiðandi að hún væri æt. Til er margvíslegur fróðleikur um skessujurt, m.a. er fullyrt að hún sé "karllæg jurt" og "veki karlmönnum losta". Merkisplanta.

Fór í göngutúr áðan með mömmu og vorum við dolfallnar í steríó yfir öllum berjunum, könglunum, fræjunum og öðrum ávöxtum jurtaríkisins sem blasa við sjónum. Fann mjög fallegan runna með appelsínugulum berjum og fagurbleikum blómum. Berin voru girnileg og rauf ég himnuna á einu þeirra og sleikti smá safa. Bragðið var hreinn viðbjóður og mig er búið að logsvíða í munninn í nokkra klukkutíma.

Mér skilst að það sé fremur lítil hætta á að því að börn leggi eitraðar plöntur sér til munns, en hvað um miðaldra húsmæður?

Lagðist í rannsóknir
, svona ef þyrfti að leggja mig inn, en fann ekki lýsingu á þessum runna meðal eitruðu jurtanna. Það kom mér reyndar stórlega á óvart hvursu margar eiturplöntur eru algengar í görðum landsmanna, t.d. venusvagn.

VenusvagnVenusvagn (ljóshjálmur, bláhjálmur)


Pfft, glætan að ég smakki venusvagn.

Engin ummæli: