mánudagur, september 08, 2008

Éta éta éta það munu allir geta, vinna vinna vinna það mun vera minna

Ég er í föstu sambandi, en ákvörðun um skilnað hefur verið tekin. Andrúmsloftið er rafmagnað og erfitt á köflum. Hlutirnir eru gerðir af skyldurækni, en undir niðri kraumar eftirsjá, tregi, reiði, söknuður og vangaveltur um tilgang allra hluta. Hvar liggur trúfesta konu við slíkar aðstæður?

Ég er að fara að skipta um starf. Hef verið vinnustað mínum trú í 15 ár, en nú eru breytingar á döfinni. Miklar breytingar.

Sá fyrsti sem segir að ég hafi bara gott af því að skipta um vinnu fær sent hor í pósti.

Engin ummæli: