þriðjudagur, september 02, 2008

Hollusta grænmetis

Stóð í langri biðröð hjá bóndanum í Mosó, moldug, með nokkur kíló af grænmeti í fanginu. Nýkomin úr fyrsta leikfimitíma vetrarins. Var að sligast. Hvergi hægt að leggja frá sér byrðina. Þetta voru erfiðar tuttugu mínútur. Rétt fyrir aftan mig stóð fullorðin kona í röndóttum bol og tuggði tyggjó. Hún saug, jórtraði, smellti, blés, kjamsaði, sprengdi og skartaði um leið þessum tóma augnsvip sem minnir á kind.

Ég stakk gómsætum gulrótum í augntóttirnar á konunni, þar til augun sprungu út úr höfðinu á henni. Tróð glænýrri gulrófu milli rauðmálaðra vara þar til hún blánaði í framan, kýldi hana í klessu með brakandi fersku blómkáli. Grýtti hana síðan til ólífis með nýuppteknum Ólafs rauðum.

Nei, nei. Ég er bara venjuleg hversdagsgunga og sendi henni illt augnaráð.

Engin ummæli: