- Get ekki rætt við fólk um pólitík nema það sé svo gott sem sammála mér.
- Get ekki talað við trúarnöttara um nokkurn skapaðan hrærandi hlut. Var barin með biblíu um daginn. Trúarofstæki er böl.
- Hagfræðileg hugtök lenda á hausnum á mér og skolast burt í skilningsvana straumi. Fæ fjarrænt blik í auga þegar gáfaða fólkið í sjónvarpinu talar með lotningu um fjármálamarkaðinn.
- Þegar rætt er um framkvæmdir, flísum lýst og niðurbroti veggja, talað um blöndunartæki og innréttingar þá byrjar athygli mín að fjara út. Ég hef ekki vott af innanhússarkitektalegum hæfileikum, rýmisgreind eða skipulagsgáfu. Um þetta geta allir sem séð hafa inn í skápa mína borið vitni.
Sjáið svo bara hvað ég er greindarleg hér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli