sunnudagur, september 21, 2008

Horfum á Klovn

Við Hjálmar erum búin að liggja yfir Klovnþáttum (segið þetta upphátt) alla helgina. Ótrúlega eru Casper og Frank fyndnir náungar. Og óþolandi.

Vorum að koma úr kaffiboði á Suðurnesjum, en þar býr dóttlan Ásta með Maríu Önnu sinni. Ásta bakaði bollur sem heppnuðust ljómandi vel, þótt hún hafi tautað við baksturinn að hún væri ómöguleg í svona stússi. Svartsýnin kemur úr föðurættinni, og kallast þar "raunsæi". Pfft.

Veðrið er skítvont en það er notalegt að kúra undir teppi og lesa Pullman. Verið spök.

Engin ummæli: