þriðjudagur, janúar 01, 2008

Guðdómurinn í PISA, náttúrulega

Ég er búin að sjá Krumma ofurgoð krossfestan óguðlega.

Ég er búin að borða kalkúninn guðdómlega.

Ég er búin að fjúka hringinn í kringum Perluna með rakettunum.

Ég er búin að vera sæl og kjánaleg og hlæja mikið.

Og nú er komið nýtt ár sem ég hóf á því, í fyllstu auðmýkt, að leita leiðsagnar hjá fólki sem er í góðu sambandi við guð. Samkvæmt erlendum karlmanni sem gengur um í kjól og má aldrei kvænast tilheyri ég ónáttúrulegri lífseiningu. Náttúrulegar fjölskyldur eru "vagga friðarins". Einmitt.

Svo er biskupinn búinn að finna ráð gegn meintri lestrarleti íslenskra barna.
Gefum honum orðið:

"PISA könnunin sýnir fram á að lesskilningi sé ábótavant hjá íslenskum grunnskólabörnum. Það er alvarlegt ef börnin okkar rofna úr tengslum við þjóðararfinn, bókmenntir okkar og ljóð. Því skal ítreka hve háskasamt það er ef kynslóðir vaxa úr grasi skilningsvana og ólæsar á þann grundvallarþátt menningar og samfélags sem trúin er og siðurinn. Það er brýnt að stórefla þátt kristinfræði í skólunum, jafnframt aukinni fræðslu í almennum trúarbragðafræðum."

Blasir við.

Engin ummæli: