mánudagur, janúar 07, 2008

Þú hljóða vist

Í vinnunni í dag vorum við að tala um klósett og þau hljóð sem fylgt geta notkun postulínsins. Sagðar voru sögur af fáránlega staðsettum klósettum, t.d. var eitt með veggi aðeins hálfa leið upp í loft í miðri stofunni (svo salernisfari missti ekki af samræðum í selskapnum) og annað var í voða fínni innlit/útlit-íbúð með glerveggjum sem mögnuðu upp öll (ó)hljóð.

Japanskar konur eru víst næstum búnar að eyða öllu grunnvatni þarlendra með því að sturta niður í tíma og ótíma (til að fela hljóðin) og fann því einhver hugvitsmaðurinn upp þetta tæki.

Það getur verið erfitt að vera manneskja.

Engin ummæli: