sunnudagur, janúar 06, 2008

Því ég kann spil´á lyklaborð

Hann Matti minn fékk gítar í jólagjöf og er búinn að ná ótrúlegum tökum á því ágæta hljóðfæri á undraskömmum tíma. Hefur góða undirstöðu í píanóleik og það hjálpar. Magnað að sjá (og heyra) hvernig hann finnur nýja og nýja vinkla á tónlistinni.

Hann fann t.d. í dag forrit á netinu þar sem maður tekur lyklaborðið, heldur á því eins og gítar og bara rokkar!

Guðisélof fyrir fólk sem hugsar út fyrir kassann.

Engin ummæli: