þriðjudagur, janúar 08, 2008

Fjölnota flúnel

Nenni ekki á útsölur. Hlýt að vera orðin gömul. Þurfti þó að fara í Kringluna eftir vinnu í dag til að kaupa bækur fyrir menntskælinginn. Álpaðist inn í Joe Boxer og festi kaup á flík sem ég var búin að sverja að ég ætlaði aldrei að eignast. Svona náttbuxur úr flúneli. Hef séð náttbuxað lið á sveimi í Nóatúni, í sjoppum og úti að labba með hundinn. Fyrst hélt ég að það væri að ganga í svefni en svo var mér sagt að þetta væri voða smart.

Nú á ég svona bláköflóttar buxur. Er í þeim sem ég skrifa. Nokkuð notalegt en mér er kalt á tánum. Mér er alltaf kalt á tánum, og var einu sinni sagt að þær væru eins og litlir ísmolar, alveg passlegir í viskíið. Vildi að ég væri hobbiti.

Engin ummæli: