fimmtudagur, janúar 17, 2008

Lærið baunar

Mikið kapp, litlir hæfileikar. Íþróttasaga mín í hnotskurn. Var að sýnast fyrir leikfimikennaranum (sem illu heilli er ungur karlmaður), tók fruntalega á í spretthlaupi og spojong, held ég hafi teygt lærvöðva eins og maður skyldi aldrei teygja lærvöðva. Sit nú hálfskjálfandi í latastrák undir teppi, get varla gengið þrjú skref. Líður eins og bjána. Kvíði fyrir að verða mál að pissa.

Ákvað að dreifa huganum og hræra í tenglalistanum. Takið eftir smekklegu mynstrinu, þetta er harðangur og klaustur og dass af kappmellu og aftursting. Varla krosssaumspor að sjá.

Elska jákvætt og góðviljað fólk. Vildi bara koma því að. Svona er ég spes.

Engin ummæli: