Ég á það til að sofa yfir mig og veit að stundum hendir það aðra líka. Vitanlega er þetta snústakkanum að kenna, allt of freistandi að lúra ponku lengur. Rakst í kommentakerfi úti í bæ á þessa frábæru vekjaraklukku. Sumsé, ef þú ýtir á snúsið, þá tengist klukkan heimabankanum þínum og fé leggst sjálfkrafa inn á reikning málstaðar sem þú hefur óbeit á.Minnismiði baunar - nokkur félög til að leggja ekki fé inn á:
- Forsetaframboð Ástþórs Magnússonar
- Vélhjólaklúbburinn Fáfnir
- Eftirlaunasjóður Moggabloggara
- Samtök byggingarverktaka í Kópavogi
- Vinafélag Lúkasar og annarra ljótra hunda
- Ægisdyr, áhugafélag um göng til Vestmannaeyja
- Hvaða golfklúbbur sem er
- Krossinn
- Samtök trúða og annarra sem mála sig mikið í framan
- Panflautufélagið
- Leoncie heim
Engin ummæli:
Skrifa ummæli