miðvikudagur, janúar 16, 2008

Ófús snúslús

Ég á það til að sofa yfir mig og veit að stundum hendir það aðra líka. Vitanlega er þetta snústakkanum að kenna, allt of freistandi að lúra ponku lengur. Rakst í kommentakerfi úti í bæ á þessa frábæru vekjaraklukku. Sumsé, ef þú ýtir á snúsið, þá tengist klukkan heimabankanum þínum og fé leggst sjálfkrafa inn á reikning málstaðar sem þú hefur óbeit á.

Minnismiði baunar - nokkur félög til að leggja ekki fé inn á:
 1. Forsetaframboð Ástþórs Magnússonar
 2. Vélhjólaklúbburinn Fáfnir
 3. Eftirlaunasjóður Moggabloggara
 4. Samtök byggingarverktaka í Kópavogi
 5. Vinafélag Lúkasar og annarra ljótra hunda
 6. Ægisdyr, áhugafélag um göng til Vestmannaeyja
 7. Hvaða golfklúbbur sem er
 8. Krossinn
 9. Samtök trúða og annarra sem mála sig mikið í framan
 10. Panflautufélagið
 11. Leoncie heim
Einhver félög sem þið viljið ekki styrkja?

Engin ummæli: