laugardagur, desember 29, 2007

Bloggvettlingi valdið

Klukkan slær hest. Klukkan slær geit. Skiptir ekki öllu máli, því flest dýrahljóðin hljóma eins og stunginn grís (klukkan tólf). Nýja eldhúsklukkan mín er æði, mér dauðbregður í hvert sinn er hún rýtir, hneggjar, geltir, galar, mjálmar eða gargar.



Hér gefur að líta blogghanska, eða bloggvettlinga eins og þeir eru stundum kallaðir í Trékyllisvík. Fyrir utan augljósa fegurð eru bloggvettlingar þarfaþing. Nú hlæ ég við hverjum hríðarbyl, get bloggað í hvaða veðri sem er. Magnað!

Jólin eru búin að vera yndisleg. Lukkan hossar mér. Mig langar að vera væmin en held aftur af mér af því að ég er svo lúthersk.

Engin ummæli: