föstudagur, desember 07, 2007

Bleikar eru þarfir þínar kjelling

Hef verið að spá í jólagjafir eins og títt er meðal húsmæðra í desember. Veit ekki alveg hvernig ég þvældist inn á femin.is en það gerðist. Fann þar eitt og annað uppfræðandi stöff, t.d. grein um ágæti eldri ástkvenna. Einnig rakst ég á þessa þénugu hirslu. Hvern langar í bleikan verkfærkassa í jólagjöf? Líka hægt að fá bleika neyðartösku í bílinn og margt fleira prýðilegt dót.

Hvað er ekki framleitt í bleiku? Ísaxir? Loftpressur? Fjarstýringar? Pungbindi?

Engin ummæli: