laugardagur, desember 01, 2007

Útsprungnar rósir og haus, tjillísúkkulaði og hlaup

Hef nánast ekkert hreyft mig í þrjár vikur, m.a. af því ég fór til útlanda og lagðist svo í pest. Drattaðist loks af stað áðan skokkhringinn minn góða, gekk ágætlega, fór þetta rólega. Vel klædd í hlaupaskóm útötuðum í vanillusírópi (löng saga).

En...þegar heim kom hafði hausinn á mér breyst í of lítið og þéttbýlt svæði, augun þrýstust út úr tóttunum og slím spýttist í allar áttir. Þessu fylgdi mikill sársauki, m.a. svæsin tannpína.

Hvaða ályktanir má af þessu draga?
  1. Skokk er óhollt.
  2. Skokk í frosti er óhollt.
  3. Hreyfing minnkar á manni hausinn.
  4. Vanillusíróp í skóm fer upp í iljarnar og leysist upp í blóðinu. Það veldur bólgum í höfði, klístruðu latmæli og hækkandi olíuverði.
  5. Skokk veldur tannskemmdum.
Annars er mér sama. Ég á besta súkkulaði í heimi, dökkt með kirsuberjum og chili. Svo fékk ég sendar 12 yndislegar rósir. Sprunginn haus? Who bloody cares....einhverjum þykir vænt um mig:)

Engin ummæli: