fimmtudagur, desember 20, 2007

Iðna baunin

Síðan ég fór í jólafrí (kl. fjögur í dag) hef ég:
  1. Farið í Húsasmiðjuna, Kringluna, Ikea og í búðir við Laugaveginn.
  2. Klúðrað osso bucco matreiðslu svo fruntalega að ég varð að kaupa tilbúinn mat handa gestinum mínum.
  3. Ruðst í biðröð framfyrir hrikalega frægan bloggara. Óvart.
  4. Verið föðmuð. Mikið.
  5. Komist að því að ég er ostasafnari, ísskápurinn minn er fullur af osti, m.a. geitaosti.
  6. Hugleitt hvort hinir nýmóðins takkalausu frímerkjalímmiðar geti nokkurn tímann orðið tilefni þessarar spurningar: "Viltu koma upp og skoða frímerkjasafnið mitt?" Eru þetta frímerki?
  7. Kysst húðflúr.
  8. Orðið svo rækilega hissa að ég stamaði.
Jólafrí. Yndislegt.

Engin ummæli: