fimmtudagur, desember 13, 2007

Kanans land

Ég bjó í nokkur ár í Bandaríkjunum og líkaði það ágætlega. Var í námi í litlum námsmannabæ sem heitir Bloomington og er í Indianaríki. Reyndar var ég í allstórum háskóla, en samnemendur mínir voru um 30 þúsund talsins. Ég kynntist þeim ekki alveg öllum. Mér hefur verið fremur hlýtt til Bandaríkjanna síðan ég dvaldi þar, en eftir næníleven held ég svei mér þá að Kaninn sé að missa sýn á réttlæti, frelsi og heilbrigða skynsemi.

Lagði einu sinni ólöglega í Bloomington. Hvernig móttökur ætli ég fengi, ef mig fýsti westur um haf? Ekki beint hægt að halda því fram að Bandaríkjamenn taki hlýlega á móti stórglæpamönnum.

Aftur er veðurspáin ógurleg. Bý mig undir svefnlausa nótt.

Engin ummæli: