þriðjudagur, desember 18, 2007

Tilreiðir sér eilífðar gleði depurðar samastað syninum hjá

Það er svo margt sem ég skil ekki. Sérstaklega í geistlegum skáldskap. Skil ekki "eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár sem tilbiður guð sinn og deyr". Skil ekki heimsumból. Heyrði nýlega að jólasálmurinn "Í dag er glatt í döprum hjörtum" væri sunginn við aríu úr Töfraflautunni, sem Íslendingar hefðu ákveðið fyrir margt löngu að væri ljómandi jólaleg. Enda angurvært stef og hátíðlegt að syngja um jólagleði í jarðarfarartakti. Jú, víst er þetta fallegt, ekki móðgast, þið sem farið í kirkju á jólunum. En hvursu glatt getur verið í döprum hjörtum?

Ég veit, ég veit. Maður þarf ekki að skilja allt og ef allt væri skiljanlegt væri lítið fútt í því.

Engin ummæli: