sunnudagur, nóvember 25, 2007

Sumir á sumir á sumir á....rauðum skóm

Var að horfa á Evu Maríu ræða við afskaplega unga söngkonu, reyndar fædda sama ár og dóttir mín. Ragnheiður Gröndal er flott stelpa. Ákveðin, falleg og ræddi m.a. opinskátt um geðræn veikindi sín án þess að blikna. Svona á ungt fólk að vera.
Fannst líka töff að heyra hana taka Leoncie lag, vona bara að Ragnheiður lendi ekki í einhverjum koppíræt leiðindum af þeim sökum. Ragnheiður er svo flink söngkona að lagið Ást á pöbbnum varð bara....næstum gott. Textinn klassík og væri auðvitað rakinn þjóðsöngur Kópavogs.

Hún hitti hann á pöbb eitt kvöld
á country pub í Reykjavík
hún starði á hann mjög ákveðin
hann glápti á móti dauðadrukkinn
hún kinkaði kolli og blikkaði hann
hann var dáleiddur af allan vodkann
hann fór til hennar og sagði
hvar hann var frá.
Hún sagði "veistu hvað?"
við höfum sameiginlegt
því við komum bæði frá Kópavogi.

Ást á pöbbnum,
þau féllust í ást á pöbbnum.
Nú grætur hann -
hann átti að kynnast henni fyrst
hún eyðir öllu hans fé.
Hann sparar ekki neitt.
Hann vildi kaupa hús
en hann á varla fyrir ölkrús.....

Auk þess langar mig í rauða skó. Langar alltaf í rauða skó. Hvað er þetta með rauða skó eiginlega?

Engin ummæli: