þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Fólk er flest....í Kína

Hver var það aftur sem tautaði gjarnan oní kornflexið sitt, "fne, karlmenn eru svín"?

Já, það var ég. Bjáni gat ég verið. Er hætt´essu. Ekki að borða kornflex, heldur að tauta karlmönnum. Þeir eru bara eins og aðrir, fæstir eins og fólk er flest.

Maður skyldi aldrei alhæfa. Hef t.d. heyrt því fleygt að ekki séu allir Norðmenn leiðinleg heilsufrík, ekki séu allir Svisslendingar stundvísir, ekki séu allir Þjóðverjar nískir, ekki sé allt feitt fólk glaðsinna...

Magnað. Heyrði um daginn að allir Pólverjar bökkuðu í stæði. Alltaf. Til að vera viðbúnir ef skjótrar undankomu yrði þörf. "Og þetta fólk er svo duglegt og vinnusamt."

Alhæfingar. Gagnslaus fyrirbæri. Sennilega er þetta prógramm sett í hausinn á okkur til að sortera og "skilja" heiminn betur. Við ráðum ekki við frjálsa radikala.

Viðrum fordómana og leyfum öðrum að njóta þeirra. Annars kemur fúkkalykt og enginn vill tala við okkur.

Engin ummæli: