mánudagur, nóvember 05, 2007

Á arómatíska svæðinu má sjá fjórar prótónur saman í einum singlett

iKetó-enól ráphverfur
Nýleg rannsóknarvinna á ketó-enól ráphverfum sýndi að þær geta haft afdrifarík áhrif á kaupgleði fólks. Taki fólk lyf sem innihalda ketó-enól ráphverfur, verður það hvatvísara og líklegra til að kaupa meira en ella....

Þarna sjáum við upphaf stórmerkrar greinar um nýtt efni, efni sem stúlkan mín efnilega bjó til. Hún ætlar að bæta heiminn. Með pípettur og klarinett að vopni. Kannski stöku ljóð líka. Ég las þessa grein hennar yfir og reyndi að koma með málfarslegar athugasemdir. Fann glöggt hversu börnin vaxa manni yfir höfuð að visku og lærdómi. Þegar ég horfi á afkvæmin, líður mér stundum eins og stoltri en þó hjárænulegri mömmukartöflu. Mér líður aldrei eins og brúnum banana. Kemur fyrir að ég spjalla við mína innri lárperu, en hún er alltaf mátulega þroskuð.

Vikjum nú aftur að grein Ástu dóttur minnar:

Vegna venslunar við arómatinn mætti ef til vill búast við því að slík prótóna ætti að koma ofar, en skermandi áhrif anísótrópíunnar geta valdið því að prótónan kemur svo neðarlega sem raunin er. Einnig má sjá á arómatíska svæðinu greinilegt mynstur fyrir tvísetinn arómat í parasetinni stöðu - með sömu kúplingsfasta og ketómyndin, bara hliðruð aðeins ofar....Á arómatíska svæðinu má sjá fjórar prótónur saman í einum singlett.

Prófið að lesa þennan texta upphátt. Ragmana ykkur.

Engin ummæli: