miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Hnerrarnir eru í grænu boxi frá Marksogspenser

Fyrir allnokkru fann ég grænt box í London. Þetta box inniheldur hvítar piparmyntutöflur. Í hverri töflu er einn hnerri. Bregst ekki að ég hnerra hraustlega þegar ég borða svona töflu, sama hvort ég sýg hana, bryð eða gleypi. Magnað.

Hnerrar eru annars merkileg fyrirbæri. Það er óhollt að bæla hnerra, hausinn á manni getur sprungið.

Svo var mér sagt, af starfsmanni í heilbrigðisgeiranum, að það hvernig fólk hnerrar gefi vísbendingu um hvernig fólk er þegar það fær það. Pælum í því.

Engin ummæli: