mánudagur, nóvember 12, 2007

Bónusvínið

Sjáið fyrir ykkur Bónus, föstudagur, síðdegi. Kraðak, olnbogar, geðvondir kúnnar, grátandi börn, rangskreiðar gular kerrur, öngþveiti og umferðarstíflur í kælinum...

Sjáið fyrir ykkur tvær hillur hjá gosinu. Í annarri er röð af hvítvínsflöskum, í hinni röð af rauðvínsflöskum. Á flestum flöskunum er gulur miði með bleikum grís. Bónus-vínið. Bónus-svínið.

Sjáið fyrir ykkur (pólska) afgreiðslufólkið reyna að svara spurningum okkar - Euroshopper rauðvín eða Bónusvín með lambinu?

Guði sé lof fyrir Sjálfstæðisflokkinn og frelsið.

Engin ummæli: