miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Av persónligum grundum

Ah-ah-ah-ah-tsjú! Hnerraði svo mikið á leiðinni heim frá Köben að flugstjórinn skipaði farþegum að spenna beltin vegna ókyrrðar í lofti. Reyni ítrekað að snýta slímugum minjagripum úr nefinu. Er einhver skíthaus sem býr til nýja og nýja kvefvírusa og sáldrar þeim yfir okkur mannfólkið sér til skemmtunar? Kannski svipað og gaurar sem búa til orma og vírusa í tölvur. Næ bara ekki uppí svona ónáttúru.

Drattaðist annars nýlent á nemendatónleika þar sem Matti minn tróð upp með miklum ágætum. Eitt fannst mér skondið í dagskránni, það var Hava Nagila, sem er hið margslungna og margsungna lag æskunnar Havannakýla, steikjandi fýla. Prýðilegt að heyra það spilað fjórhent á píanó.

Meira af tónlist. Í Köben fór ég á stórkostlega tónleika með Eivör og færeyskum strákgutta sem er ekkert að biðjast afsökunar á sjálfum sér, enda ástæðulaust. Hann heitir Budam.

Hér má lesa um þessa tónleika, finnst færeyska skemmtilegasta mál í heimi:

Leygarkvøldið fer Eivør á pall á Vega, har hon kemur at avloysa Mugison, ið av persónligum grundum, hevur verið noyddur at avlýsa. Soleiðis verður konsertin leygardagin við Eivør og Budam. Dyrnar lata upp kl. 20 og konsertin byrjar kl. 21.

Engin ummæli: