miðvikudagur, maí 16, 2007

Íþróttaálfurinn í Latabæ*

Hárgreiðslukonan mín var að klippa 84 ára gamla konu um daginn. Sú gamla vildi endilega segja brandara, "en hann er svolítið vafasamur". "Allt í lagi," sagði hárgreiðslukonan ýmsu vön, enda klippir hún alls konar fólk (t.d. mig). "Veistu hvað vinur minn sagði við mig um daginn?" (alveg sérstakur tónn í vinur, enda slegist um allt karlkyns í þjónustuíbúðunum og sú gamla í algjörum sérflokki að eiga vin). "Nei", sagði hárgreiðslukonan og hristi höfuðið. "Hann sagði: Má íþróttaálfurinn koma inn í Latabæ?" Þessu fylgdi hraustlegt fliss með tilheyrandi skrölti í gervitönnum, bæði í efri og neðri.



*Afsakið klámið

Engin ummæli: