Ég á enga almennilega passamynd. Veit að það er krípí en hugsa stundum um minningargreinarnar í Mogganum (tvær opnur) með ómögulegri mynd af mér. Það gengur náttúrlega ekki.
Vinkona dóttur minnar lýsti rauðhærðum vini sínum með þessum orðum, "æ, hann er svona óheppinn í framan". Það furðulega var að ég skildi nákvæmlega hvað hún átti við. Stundum segja þúsund orð meira en ein mynd.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli