föstudagur, maí 25, 2007

Góðvild í punktum og kvefaður sími

Ef þú ert með annan fótinn í fortíðinni og hinn í framtíðinni þá pissaru á núið.*

Er að fara til útlanda að hitta stóra bróður. Fyrrverandi eiginmaður minn gaf mér vildarpunktana sína, þannig að flugmiðinn kostaði mig bara skattinn, 9000 kall (rútuferð á Blönduós?) og síðan ætla ég að gista hjá brósa, en hann býr í London. Ótrúlegt (og dásamlegt) hvað ég er heppin og umkringd góðu fólki.

Smá ergelsi samt, ég á Sony Ericsson síma sem tók upp á því að bjalla fimm mínútum yfir heila tímann í alla nótt. Engin ljós birtust, bara hljóð (svona reminder hljóð). Ég sé ekki neinar stillingar í símanum sem skýra þessa ósvinnu og þetta hefur aldrei gerst áður. Geta símar fengið vírus og hnerrað á klukkutíma fresti? Þyrfti að hringja í Dr. House.



*heyrt í menningarmálaþættinum Rachel Ray

Engin ummæli: