laugardagur, maí 05, 2007

Ekki flottur greiddur

Sagt er frá því í Fréttablaðinu í gær að Svavar Örn "hárgreiðslumeistarinn knái" fari með Evróvisjón hópnum til Helsinki. Yfirskrift fréttarinnar er Þorir ekki að breyta Eiríki neitt.

Hárgreiðslumeistaranum hefur verið úthlutað verðugt verkefni, að sjá um að rauði makkinn verði á sínum stað......"Ég held að fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af öðru, Eiríkur Hauksson er ekki flottur greiddur," segir hann. Svavar Örn segir að ekki komi til greina að breyta stíl Eiríks..."Það kemur ekki til greina að setja lit í hárið á honum. Eiríkur er bara með fallegan hárlit sem hægt er að skerpa á með næringu," segir Svavar.

Nú spyr ég, eins og fávís kona: Þarf RÚV að leggja í ærinn kostnað við að senda þennan fagmann með til Helsinki...bara til að setja næringu í hárið á Eiríki?

Engin ummæli: