Ég fann manninn sem skilur kosningakerfið á Íslandi. Hann bjó það til sjálfur. Þetta er glaðlegur stærðfræðingur, nokkuð við aldur. Skemmtilegt er að heyra hann útskýra ferlið sem veldur því að tvö atkvæði í Nyrðri Þrasasýslu koma inn þremur þingmönnum úr Suðurkjördæmi, jú, það eru 7/8 af hálfu pí, sinnum kvaðratrótin af ummáli súrheysturns, deilt með meðalfjölda neftóbakskorna í skagfirskri nös.
Finn fyrir óskaplegri þreytu. Hvar er þyrlan?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli