Þrátt fyrir eilífðar stormbeljanda og ekkert skjól skemmti ég mér býsna vel í útlöndum. Bróðir minn hugsaði vel um litlu systur sína, keyrði um allt eins og herforingi, reyndar alltaf vinstra megin á veginum og fór öfugt inn í hringtorgin, en ég var ekkert að argviðrast út af smámunum. Hann steikti handa mér egg og beikon á morgnana og það fannst mér snjöll byrjun á deginum.
Í Lundúnum var þetta helst.
- Í húsinu hans brósa eru teppi á öllum gólfum. Gólfteppi á baðherbergjum- pissa Bretar ekki útfyrir? Hvurslags bjánaskapur er þetta eiginlega?
- Hárið á mér var svo fallegt í Bretlandi. Hér er það annað hvort klesst eða allt út í loftið og engin tvö hár vinir.
- Ég kyssti tollvörð. Hef áður kysst fangavörð en þetta var fyrsti tollvörðurinn minn. Í búningi og allt.
- Fór á frábæra sýningu í The Gielgud Theatre. Equus. Aðalleikararnir ekki af verri endanum, Daniel Radcliffe og Richard Griffiths. Þekkið þið þá? Þetta eru mennirnir sem leika Harry Potter og Mr. Dursley í hinum stórgóðu myndum um töfradrenginn með örið.
- Sá Harry Potter hlaupa um sviðið á sprellanum. Magnað.
- Á Tate safninu er hellingur af listaverkum.
Nú legg ég sko ekki meira á ykkur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli